Tortilla pizzur með BBQ kjúklingi

Tortilla pizzur með BBQ kjúklingi

Góður og einfaldur skyndibiti eftir skóladaginn. Með því að bæta við salati er hægt að galdra fram mjög fljótlegan kvöldverð.
Tilbúið á (heildartími) 20 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Hot
Innihaldsefni 6

Innihaldsefni

  • 2 Old El Paso™ Super Soft Regular Flour tortillur
  • Old El Paso™ salsa að eigin vali
  • 100 g barbecue sósa
  • 225 g elduð kjúklingabringa, niðurskorin
  • 1 rauð paprika, söxuð
  • 150 g mexíkóostur, rifinn

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 180 ºC (blástursofn, 160 ºC), gasofn á 4. Leggið tortillur á bökunarplötu. Blandið saman kjúklingabitum og barbecue sósu í litla skál. Skiptið kjúklingablöndunni niður á tortillurnar og toppið með papriku og osti.
  2. Bakið í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillurnar stökkar. Skerið hverja tortillu í fjórar sneiðar. Berið fram með salsa.

Ábendingar sérfræðinga

  • Hægt er að nota cheddar í staðinn fyrir mexíkóost og saxaða tómata í staðinn fyrir papriku. Það passar líka vel að bera réttinn fram með sýrðum rjóma!