Stand 'N Stuff™ eftirréttar-taco – bananasplitt
Tilbúið á (heildartími)
30 mínútum
Hentar fyrir (skammtar)
8
Hversu sterkt?
Mild
Innihaldsefni
11
Innihaldsefni
Bananasplitt
- Jurtaolía til steikingar
- 1 pakki af Old El Paso™ Stand ‘N’ Stuff Soft Flour Tortillas
- 8 litlar kúlur af súkkulaðiís
- 8 litlar kúlur af jarðarberjaís
- 8 litlar kúlur af vanilluís
- 2 bananar, teknir úr hýðinu og skornir niður
Ofan á
- 80 g dökkt súkkulaði
- 1 msk jurtaolía
- 150 g rjómi
- 1 msk flórsykur
- 16 rauð hanastélskirsuber, með eða án stilka
Leiðbeiningar
- Hitið 5–6 cm lag af jurtaolíu á stórri djúpri pönnu eða djúpsteikingarpotti upp í 180°C eða þar til lítill brauðbiti verður brúnn á 10 sekúndum.
- Steikið tortillurnar í skömmtum í 1 til 2 mínútur eða þar til þær verða gullinbrúnar, fjarlægjið þær þá með götóttri skeið og þerrið á bökunarplötu þaktri eldhúspappír. Látið kólna lítillega áður en borið er fram.
- Fyllið hverja tortillu með 3 mismunandi tegundum af ís og deilið bananasneiðunum á milli þeirra.
- Bræðið súkkulaðið og olíuna í lítilli skál yfir vatnsbaði. Látið renna af skeið yfir ísinn og bananana.
- Þeytið rjómann með flórsykrinum í meðalstórri skál þar til mjúkir toppar myndast og setjið yfir tortillurnar með skeið ásamt hanastélskirsuberjunum áður en borið er fram.
Ferskir ávextir eru frábær viðbót við eftirréttar-taco. Því ekki að prófa fersk hindber, jarðarber eða bláber?
Bæta má nýrri áferð við réttinn með brytjuðum hnetum. Heslihnetur, jarðhnetur og pekanhnetur henta allar vel.