Vegan vasavefjur með baunum og papriku

Vegan vasavefjur með baunum og papriku

Þessar fljótlegu, einföldu og saðsömu vasavefjur verða uppáhald allra sem prófa þær.
Tilbúið á (heildartími) 20 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 9

Innihaldsefni

  • 1 msk. olífuolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 rauðar paprikur, fræhreinsuð og skorin í lengjur
  • 1 græn paprika, fræhreinsuð og skorin í lengjur
  • 1 x 425g dós svartar baunir (230g án vökva) síið vökvann frá og skolið
  • 1 pk. Old El Paso™ Tortilla Pockets™ vasavefjur
  • 1 pk. Old El Paso™ Tacos kryddblanda
  • 1 krukka Old El Paso™ Taco Sauce sósa
  • 200g hvítkál, skorið í þunnar lengjur

Leiðbeiningar

  1. Hitið olíu í stórri pönnu á miðlungshita og steikið laukinn og paprikuna í 5 mínútur og hrærið reglulega. Bætið svörtu baununum, kryddblöndunni og tveimur msk. af vatni saman við, hrærið og látið malla í eina mínútu í viðbót.
  2. Hitið vasavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Berið heitar vefjurnar fram með bauna- og paprikublöndunni, hvítkáli og salsasósu í mismunandi skálum og hver og einn fyllir vefjurnar eftir smekk.

Ábendingar sérfræðinga

  • Í staðinn fyrir svartar baunir má nota hvaða baunir sem er, allt eftir því hvaða dósir eru til inni í skáp, t.d. nýrnabaunir eða cannellini-baunir.
  • Í staðinn fyrir papriku má nota annað grænmeti sem er fljótlegt að steikja, t.d. sveppi eða kúrbít í sneiðum.
  • Ef þið viljið elda vegan-mat er best að skoða miðana til að ganga úr skugga um að öll hráefnin séu vegan. Vöruinnihald og hráefni geta breyst.