Hvítlauks og chilli-rækjuvasar með sykurmaís og avókadó-guacamole

Hvítlauks og chilli-rækjuvasar með sykurmaís og avókadó-guacamole

Þessir snjöllu vasar fullkomna tilgang sinn þegar á að snæða rækju-fajita. Ekkert sull, þrátt fyrir lævísu rækjurnar!
Tilbúið á (heildartími) 25 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 14

Innihaldsefni

  • 1 x 198g niðursoðinn sykurmaís án vökva
  • 2 þroskuð avókadó, stöppuð
  • 2 matskeiðar saxaður kóríander, auka lauf til skrauts
  • Safi af einni límónu
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 400g afþýddar frosnar eldaðar og hreinsaðar rækjur
  • 1 saxaður hvítlaukur
  • 1 fínsaxaður rauður chilli-pipar
  • 1 pakki Old El Paso™ Tortilla vasavefjur™
  • 1 Old El Paso™ Taco-kryddblanda
  • 1 krukka Old El Paso™ Taco-sósa
  • 2 skornir vorlaukar
  • 1/4 lítill salathaus (t.d. Romain-salat)
  • 200g kirsuberjatómatar skornir til helminga

Leiðbeiningar

  1. Blandið maís, avókadó, kóríander og límónusafa saman í skál. Kryddið og setjið til hliðar.
  2. Hitið olíu á stórri pönnu á háum hita og steikið rækjur, hvítlauk og chilli-pipar í 2-3 mínútur og hrærið reglulega. Bætið kryddblöndu og einni matskeið af vatni saman við og steikið í mínútu. Hrærið vorlauk saman við blönduna.
  3. Hitið vasavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  4. Berið vasana fram heita ásamt rækjublöndunni, guacamole, káli, tómötum, salsa-sósu og kóríander til skrauts og leyfið hverjum og einum að fylla sinn vasa.

Ábendingar sérfræðinga

  • Prófið að skipta rækjunum út fyrir kjúklingabita.
  • Þó auðvelt sé að nota niðursoðinn maís má líka nota maís af stöngli. Einfaldlega sjóðið stöngulinn og skerið maísinn af.