Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skal elda enchilada

Mexíkóskur matur snýst um ánægjuna af því að deila góðri máltíð með fjölskyldu og vinum.


Þótt mörg okkar dreymi um að heimsækja þetta fallega land þarftu ekki að vera í Mexíkó til að geta notið frægustu rétta landsins. Með smávegis aðstoð getur þú útbúið bragðgóða og ferska mexíkóska rétti í eldhúsinu þínu.


Hér eru ábendingar um hvernig á að gera enchilada – allt frá fróðleik um hvað enchilada er að því að hjálpa þér að ákveða hvað þú eigir að bjóða upp á með réttinum.

HVAÐ ER ENCHILADA?

Fyrst, snöggt yfirlit: Hvað er enchilada?


Enchilada er svipað og burrito. Enchilada samanstendur af maís- eða hveiti-tortillu og fyllingu sem vafin er þétt inn. Þær eru síðan þaktar í sósu og osti og bornar fram með fjölbreyttu meðlæti – þetta er einn fárra mexíkóskra rétta sem þú borðar með hníf og gaffli.


Enchilada byrjaði líklega sem götubiti og þróaðist með tímanum – elsta þekkta form þess var einfaldlega upprúlluð tortilla sem dýft var í chili-piparsósu. Orðið sjálft er samblanda tveggja Nahuatl-orða, „chili-pipar“ og „flauta“.

HVAÐ ER Í ENCHILADA?

Það eru margar ólíkar aðferðir við að setja saman enchilada, en vanalega er það blanda kjöts, grænmetis, bauna, osts, salsa, tortillu og sósu. Önnur innihaldsefni eins og sýrður rjómi, hrísgrjón, guacamole og kóríander eru gjarnan hluti af blöndunni.


  • Tortillur
    Mjúkar tortillur eru fyrsta hráefnið sem þú þarft til að útbúa enchilada, og hafðu augun opin fyrir þeim sem eru nógu stórar til að þú getir auðveldlega fyllt þær og vafið saman. Super Soft Flour Tortillas frá okkur eru fullkomnar í það. Ef þú kýst það frekar geturðu einnig valið heilhveiti- eða maís-tortillur.
  • Kjötfylling
    Kjúklingur og nautakjöt er það tvennt sem algengast er að sett sé í enchilada. Það þarf ekki að útbúa kjöt sérstaklega fyrir þennan rétt, til dæmis má nota kjöt sem var afgangs sem burrito-fylling. Ef þú kýst að borða frekar grænmetisfæði getur þú notið þeirra með svörtum baunum.
  • Ostur
    Ostur er notaður sem lokahráefnið í enchilada og er sáldrað yfir vefjurnar ásamt sósunni.
  • Sósa
    Það er sósan sem aðgreinir enchilada frá burrito og taco, og hugsanlega er hún mikilvægasti hluti réttarins. Old El Paso™ Cooking Sauce for Enchiladas er sósa sem einfaldar allan undirbúning. Notið hana sem grunn og blandið við hana kóríander, steinselju, límónusafa og hvítlauk til að gefa henni meira bragð.

HVERNIG Á AÐ BÚA TIL ENCHILADA?

Enchilada er furðulega auðvelt þegar maður er búinn að safna saman öllum innihaldsefnunum.


Fyrst ákveður maður fyllingu. Möguleikarnir hér eru nánast endalausir: Prófaðu túnfisk til að gera léttari útgáfu af þessum rétti, eða útbúðu það í morgunmat með eggi og beikoni. Ef þú vilt grænmetisfæði bragðast fylling á borð við svartar baunir, kjúklingabaunir, sætar kartöflur og eggaldin frábærlega.


Settu væna slettu af fyllingu í tortilluna þína, vefðu henni saman og settu í eldfast mót með samskeytin niður. Þektu með sósunni, sáldraðu osti yfir og eldaðu.

HVERNIG ER ENCHILADA-SÓSA BÚIN TIL?

Enchilada-sósa er chili-sósa sem gefur enchilada sitt eftirminnilega bragð. Þú getur búið hana til sjálfur með því að nota tómatþykkni, grænmetissoð, hveiti og krydd, þar á meðal chili-duft, broddkúmen og hvítlauksduft.


Ef það hljómar eins og of mikil vinna á virku kvöldi áfellumst við þig ekki. Þú getur fengið rétta bragðið og einbeitt þér í staðinn að meðlætinu með því að nota sósuna Old El Paso™ Cooking Sauce for Enchiladas.


Settu hana í blandara eða matvinnsluvél með steinselju, límónusafa, kóríander og hvítlauk. Blandaðu því vel saman – meira þarf ekki að gera!

HVAÐ ER GOTT AÐ BJÓÐA UPP Á MEÐ ENCHILADA?

Enchilada er einn af fáum mexíkóskum réttum sem þarf hnífapör til að borða, svo þú skalt nýta það tækifæri þegar þú býrð til hliðarrétti. Nokkrir réttir sem virka sérstaklega vel eru:


  1. Steikt hrísgrjón
    Steikt hrísgrjón eru vinsæl í mexíkóskri matargerð og góð leið til að gera þennan rétt matarmeiri ef þú býður upp á hann í kvöldverð. Þú getur bætt við kjöti og grænmeti eða haft þetta einfalt og notað einungis hrísgrjón til að drekka í sig alla enchilada-sósu sem lekur frá.
  2. Baunastappa
    Rjómakennd baunastappa er einnig gómsæt viðbót með enchilada. Bjóddu upp á hana eina og sér eða með skál af tortilla-flögum sem allir geta deilt. Þú getur stytt undirbúningstímann með því að hafa dós af Old El Paso™ baunastöppu við höndina.