Mexipedia – Orðabók mexíkóskrar matargerðar

A

Albóndigas

„Kjötbollur“ á spænsku. Þær geta verið úr svína-, nauta- eða lambakjöti og yfirleitt er boðið upp á þær í ljúffengri tómatsósu.


B

Borracho

Borracho þýðir í raun „drukkinn“ ... en í matargerðarlist vísar það til innihaldsefna sem eru elduð í víni eða öðru áfengi til að auka bragðið eða gera kjötið meyrara.


Burrito

Heitið „asni“ vísar til þess hvernig tortillan er vafin fyrir burrito því það minnir á asnaeyra. Burrito er fyllt með krydduðu kjöthakki, salati, tómötum og osti.


C

Cantina

Mexíkóskur matarbás


Cerveza

Spænska orðið fyrir bjór – þetta orð er alltaf hægt að nota!


Chili con Carne

Þýðir bókstaflega „chili með kjöti“ – yfirleitt gert úr nautakjötsbitum eða nautahakki, sterkum chili-pipar, miklu magni af nýrnabaunum og sterkri tómatsósu.


Chimichanga

Ljúffengt og stökkt burrito sem er steikt. Mjúk hveiti-tortilla er fyllt með nautakjöti eða kjúklingi, baunum, osti og stundum hrísgrjónum. Tortillan er svo steikt þar til hún er stökk og gullbrún og borin fram beint af pönnunni með köldu guacamole og svolitlu af sýrðum rjóma.


Chipotle

Það mexíkóskasta af öllum innihaldsefnunum er reyktur chili-pipar – og það er einmitt það sem chipotle er: þurrkaður og reyktur jalapeno-chilipipar. Chipotle hefur einkennandi sterkt og reykt bragð sem setur sinn svip á mexíkóska rétti, til dæmis í sósum og kryddlegi eða steikt á pönnu með kjöti eða grænmeti.


Chorizo-pylsa

Sterk svína- eða nautapylsa með áberandi reyktri lykt og bragði. Reyktur rauður pipar gefur henni sinn einkennandi dökkrauða lit. Steikt chorizo-pylsa með hrærðum eggjum er vinsæll mexíkóskur morgunverður – vafið í mjúka hveiti-tortillu verður það að matarmiklu morgunverðarhlaðborði.


Crème fraîche (sýrður rjómi)

Sýrður rjómi er nauðsynlegur í mexíkóska eldhúsinu til að deyfa suma af bragðsterkari réttunum.


D

Dýfur (ídýfur)

Tortilla-flögur voru fundnar upp fyrir þær! Ein frægasta ídýfan er guacamole – gert úr maukuðu avókadó með örlitlum chili-pipar og límónusafa. Og ekki má gleyma sterkri salsa, sem er yfirleitt gerð úr safaríkum tómötum, smátt söxuðum lauk og chili-pipar. Sýrður rjómi er svo ávallt andstæðan, ein eða tvær skeiðar milda bragðið.


E

Empanada

Empanada er deigbolla sem getur verið matarmikil eða sæt. Svo ef þú bítur í empanada rekstu annaðhvort á nautahakk og grænmeti, kjúkling, baunir og bræddan ost ... eða safaríka ávexti með ferskum rjóma.


Enchilada

Í stað þess að fylla eina tortillu í einu og borða hana svo eru nokkrar fylltar tortillur settar í fat og bakaðar í ofni með osti. Enchilada er yfirleitt gert með fuglakjöti.


F

Fajita

Spænska orðið fajita er dregið af orðinu „faja“ sem þýðir belti. Ólíkt burrito er fylltri tortillunni aðeins rúllað upp en ekki lokað. Dæmigerð fylling í fajita er kryddað fuglakjöt, pipar, laukur og mexíkósk salsa-sósa.


Tortilla-hveitikökur

Hægt er að þýða tortilla sem „lítil baka“, og er það kringlótt, þunn deigkaka úr hveiti. Tortilla er brauð Mexíkóa og grundvöllur hverrar máltíðar. Hægt er að fylla tortillu með kjöti, baunum, osti eða grænmeti og rúlla henni svo í fajita eða burrito.


G

Guacamole

Klassísk ídýfa, yfirleitt gerð úr avókadómauki, smátt söxuðum og krydduðum lauk og örlitlum límónusafa, sem gefur ídýfunni dásamlega ferskt bragð.


Guajillo

Miðlungssterk chili-pipartegund sem lífgar upp á hvaða sósu sem er.


H

Huevos Rancheros

Þennan einfalda rétt, sem þýða mætti sem „egg að hætti bænda“, má ekki skorta á neinu mexíkósku morgunverðarborði. Steikt egg, safaríkir tómatar, laukur, rauður pipar og maís-tortillur – seðjandi byrjun á deginum!


J

Jalapeño-pipar

Líklega þekktasta (og örugglega vinsælasta) chili-piparafbrigðið sem fólk kann að meta af því það er passlega sterkt – en gætið að ykkur, það eru til sterkari tegundir! Örvandi bragðstyrkurinn gefur margri salsa-sósunni sitt dæmigerða bragð. Jalapeño-pipar er einnig vinsælt sem ljúffengur hliðarréttur með osta-nachos eða stökku taco.


K

Kaffilíkjör

Sterkur mexíkóskur líkjör sem gerður er úr fínmöluðum Arabica-kaffibaunum, að sögn undir áhrifum drykkja hinna fornu menningarþjóða á Júkatanskaganum.


M

Margarita

Vinsælasti kokkteillinn sem er gerður með tekíla og er einkennisdrykkur Mexíkó! Gerður úr tekíla, triple sec og límónusafa, borinn fram í glasi með saltrönd.


N

Nachos

Ljúffeng blanda af stökkum tortilla-flögum og bræddum osti, safaríkum tómötum, seðjandi baunum, mildu guacamole, sterkum jalapeño-pipar og sýrðum rjóma til að draga úr bragðstyrknum.


P

Picante stendur fyrir „sterkt“ – svo gættu þín!


Poblano

Sérstaklega mildur chili-pipar. Þroskaður poblano-pipar er dökkrauður. Piparinn er mildur svo hann hentar í marga rétti og sósur, og það er jafnvel hægt að borða hann stakan, svo þessi chili-pipar er ákaflega vinsæll.


Pollo

Spænska orðið fyrir kjúkling, sem hentar fullkomlega með bragðsterkri og örvandi mexíkóskri matargerð og því notaður á ýmsa vegu – frá safaríku fajita og stökku taco til kraumandi enchilada.


Q

Quesadilla

Bókstaflega þýðir það „lítill ostur“, en í raun er það djúpsteikt eða grilluð maís- eða hveititortilla sem er fyllt með osti – og yfirleitt með meyru kjúklingakjöti, lauk og einum eða tveimur chili-piparávöxtum til bragðauka. Með öðrum orðum: Eins konar mexíkóskt ostabrauð til að deila með vinum og ættingjum!


S

Salsa

Í raun þýðir spænska orðið einfaldlega „sósa“, en yfirleitt vísar það til bragðmikillar tómatsósu sem er notuð sem ídýfa með tortilla-flögum eða til að hafa með taco. Salsa samanstendur af stórum og safaríkum tómatbitum, söxuðum lauk og svolitlu af sterkum chili-pipar.


Sangría

Blandaður drykkur úr rauðvíni, ávaxtabitum og oft einu (eða tveimur!) staupum af brandíi.


T

Taco

Taco er stökk og steikt maís-tortilla sem er í laginu eins og skel. Þessar mexíkósku samlokur eru fylltar með krydduðu kjöthakki, osti, salatstrimlum, tómötum og taco-sósu.


Tekíla

Mexíkóskur brenndur drykkur sem er gerður úr eyðimerkurlilju. Eyðimerkurliljur eru skyldar yucca-trjám – en ekki reyna að herma eftir þeim heima!


Tortilla

Tortilla er þunn deigkaka úr hveiti- eða maísmjöli. Þær hafa verið á matseðli Mexíkóbúa í 12.000 ár og eru enn þeirra helsta fæða í dag. Tortillur eru einstaklega fjölhæfar: Hægt er að rúlla þeim upp í fajita, eða gera úr þeim matarmikið burrito eða gullbrúnt enchilada með osti yfir – og svo margt fleira!


Tortilla-vefja

Hægt er að þýða tortilla sem „lítil baka“, og er það kringlótt, þunn deigkaka úr hveiti. Þessa stærri útgáfu af hveiti-tortillu er einnig hægt að fylla með kjöti, baunum, osti eða grænmeti og rúlla henni svo í vefju.


Tostada

Tostada þýðir bókstaflega „ristað“. Þessi réttur samanstendur af stökkum tortillum sem hægt er að bjóða upp á með alls kyns innihaldi – til dæmis baunastöppu, salati, krydduðum osti, fersku avókadó og eldheitu salsa.


V

Vino

Vino „Vín“ á spænsku – þarf að segja meira?


W

Bátar

Þykkir, djúpsteiktir kartöflubátar með mexíkósku kryddi og ídýfu að þínu vali.


X

Xnipec

Xnipec (borið fram: Snjipek) er ljúffengt chili-salsa eða sterk sósa úr habanero-chilipipar, einum sterkasta chili-piparnum. Heitið þýðir bókstaflega „hundsnef“ – sem vísar til þess að þú færð örugglega nefrennsli þegar þú smakkar þetta, því rétturinn er einstaklega sterkur!


Y

Yerbabuena

Yerbabuena, stundum einnig kallað Hierbabuena, er minta – sem er eitt af helstu innihaldsefnunum í mojito-kokkteil.


Z

Zumo

Zumo þýðir „safi“ og vísar yfirleitt til appelsínusafa. Í Mexíkó á „zumo“ oft við olíu sem unnin er úr appelsínuberki.